Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1162  —  557. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund þau Kristínu L. Árnadóttur og Sigurð Þráinsson frá umhverfisráðuneyti og Kolbein Árnason frá sjávarútvegsráðuneyti. Umsagnir bárust frá Hafrannsóknastofnuninni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruvernd ríkisins og Líffræðistofnun Háskólans.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að sett verði nauðsynleg lagaákvæði til að unnt verði að fullnægja samningsskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist með því að gerast aðili að samningnum um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 3. janúar sl.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að meginefnisreglur samkvæmt samningnum um framkvæmd hans verði settar í reglugerð. Af þeirri ástæðu telur nefndin eðlilegt að ráðuneytunum verði ákveðinn frestur til að setja reglugerðirnar og leggur til þá breytingu við frumvarpið að í ákvæði til bráðabirgða verði kveðið á um að reglugerðirnar skuli setja innan sex mánaða frá gildistöku laganna.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
    Reglugerðir skv. 4. gr. skal setja innan sex mánaða frá gildistöku laga þessara.

Alþingi, 3. maí 2000.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Gunnar Birgisson.


Kristján Pálsson.



Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.